Að stofna og reka fyrirtæki í matvælaframleiðslu getur verið mjög kostnaðarsamt. Það eru ýmis atriði sem þarf að huga að á borð við:
- Startkostnaður við standsetningu á húsnæði
- Skuldbinding í húsaleigu eða húsnæðiskaup
- Kaup á tækjum og áhöldum ásamt viðeigandi viðhaldi
- Öryggis- og brunavarnir
- Hiti
- Rafmagn
- Meindýravarnir
- Ræsting
- Sorphirða
- Ýmislegt fleira sem getur komið upp
Ég þarf ekki lager pláss, get ég bókað staka tíma/skipti og sparað mér pening?
Já, það er ekkert mál að bóka staka tíma eða stök skipti og fá eingöngu aðgang að vinnslurýminu. Hafðu samband og við finnum lausn sem hentar þinni starfsemi.