fbpx

Hvað er Eldstæðið?

Coworking space

Um Eldstæðið

Eldstæðið er í stuttu máli atvinnueldhús fyrir matarfrumkvöðla og smáframleiðendur sem byggir á deilihagkerfi. Um er að ræða fullvottað eldhús með öllum helstu tækjum og tólum til matvælaframleiðslu, kæli- og þurrlager, skrifstofuaðstaða, fundaraðstaða og góður félagsskapur meðal matvæla unnenda. Nafnið Eldstæðið er vísun í gömlu eldstæðin sem voru til staðar í torfbæjum hér áður fyrr og sjá má glitta í gamlan lóðpott í logo-inu okkar.

Eldstæðið er í stuttu máli atvinnueldhús fyrir matarfrumkvöðla og smáframleiðendur sem byggir á deilihagkerfi.

Um er að ræða fullvottað eldhús með öllum helstu tækjum og tólum til matvælaframleiðslu, kæli- og þurrlager, skrifstofuaðstaða, fundaraðstaða og góður félagsskapur meðal matvæla unnenda.

Nafnið Eldstæðið er vísun í gömlu eldstæðin sem voru til staðar í torfbæjum hér áður fyrr og sjá má glitta í gamlan lóðpott í logo-inu okkar 🙂

Af hverju deilieldhús?

Að byrja með matvælafyrirtæki er stór og mikil fjárfesting og er hér leið til að minnka kostnað inn á markað (cost of entry).

Ástæðan fyrir því að við erum að starta þessu verkefni er t.d. að Eva hefur sjálf verið með litla matvælaframleiðslu og verið í vandræðum með aðstöðu. Gegnum tíðina hefur hún kynnst öðrum matvælafrumkvöðlum sem hafa flestir svipaða sögu að segja sem sagði okkur að það er vöntun á svona aðstöðu á íslenskun matvælamarkaði.

Verkefnið hefur verið í bígerð frá því um haustið 2017 og hefur áhugasömum farið fjölgandi frá því að sett var af stað grúbba á Facebook utanum verkefnið og telur hún nú um 120 manns ásamt biðlista eftir að komast í rýmið.

Haustið 2018 var gerð prufuútgáfa af deiliaðstöðu í formi vinnusmiðju sem nefnist Nordic Kitchen Workshop. Vinnusmiðjurnar voru haldnar yfir eina helgi í Reykjavík, Helsinki og Stokkhólmi og gaf góða raun.

Staðsetning, aðstaða og fríðindi

Eldstæðið er staðsett miðsvæðis í Kópavogi, nánar tiltekið Nýbýlavegi 8 með aðkomu frá Dalbrekku.

Einnig er í boði skrifstofuaðstaða, fundarherbergi sem nýtist líka sem smökkunar rými og aðstaða til námskeiðshalds fyrir minni námskeið. Það er því allt til alls fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í matvælaframleiðslu eða lengra komna með smáframleiðslu og þurfa fasta aðstöðu.

Eldstæðið stefnir einnig að því að bjóða hagstæðari kjör á hráefnum og umbúðum í samvinnu með heildsölum, samnýtingu á dreifileiðum og söluleiðir með matvöruverslunum og öðrum seljendum.

Í krafti fjöldans og magnsins fást oftast betri kjör sem allir njóta góðs af.