fbpx

Um Eldstæðið

Eldstæðið er í stuttu máli atvinnueldhús fyrir matarfrumkvöðla og smáframleiðendur sem byggir á deilihagkerfi.

Um er að ræða fullvottað eldhús með helstu tækjum og tólum til matvælaframleiðslu, kæli- og þurrlager, skrifstofuaðstaða, fundaraðstaða og góður félagsskapur meðal matvæla unnenda.

Nafnið Eldstæðið er vísun í gömlu eldstæðin sem voru til staðar í torfbæjum hér áður fyrr og sjá má glitta í gamlan lóðpott í logo-inu okkar.

Af hverju deilieldhús?

Að byrja með matvælafyrirtæki er stór og mikil fjárfesting og er hér leið til að minnka kostnað inn á markað (e. cost of entry).

Eldstæðið var stofnað af Evu Michelsen sem er sjálf með litla matvælaframleiðslu og var í vandræðum með aðstöðu sem hentaði hennar þörfum.

Haustið 2018 var gerð prufuútgáfa af deiliaðstöðu í formi vinnusmiðju sem nefnist Nordic Kitchen Workshop. Vinnusmiðjurnar voru haldnar yfir eina helgi í Reykjavík, Helsinki og Stokkhólmi og gaf góða raun.

Eldstæðið opnaði formlega þann 4.september 2020 og eru nú um 40 framleiðendur með aðstöðu í deilieldhúsinu.

Stofnandi og eigandi Eldstæðisins er Eva Michelsen. Eva hefur komið víða að og hefur meðal annars komið að stofnun og rekstri Húss sjávarklasans að Grandagarði 16 og Lífsgæðasetri St. Jó (gamli St. Jósefsspítali) í Hafnarfirði. Áhugasamir geta haft samband við Evu í síma 776 7007 eða netfanginu eva@eldstaedid.is

Staðsetning, aðstaða og fríðindi

Eldstæðið er staðsett miðsvæðis í Kópavogi, nánar tiltekið Nýbýlavegi 8 með aðkomu frá Dalbrekku.

Einnig er í boði skrifstofuaðstaða, fundarherbergi sem nýtist líka sem smökkunar rými og aðstaða til námskeiðshalds fyrir minni námskeið. Það er því allt til alls fyrir þá sem eru að taka sín fyrstu skref í matvælaframleiðslu eða lengra komna með smáframleiðslu og þurfa fasta aðstöðu.

Eldstæðið er aukaaðili í SSFM – Samtök smáframleiðenda matvæla.