fbpx

Algengar spurningar

Hér eru að finna helstu spurningar og svör sem okkur berast varðandi Eldstæðið. Ef þú finnur ekki svar við spurningu þinni er velkomið að senda okkur línu á info[@]eldstaedid.is

Hverjir eru kostir þess að framleiða í Eldstæðinu?
  • Lægri rekstrarkostnaður
  • Sveigjanleiki
  • Lítil eða engin fjárfesting í tækjabúnaði
  • Skammtíma skuldbinding
  • Allt á einum stað, framleiðsla, lager, skrifstofuaðstaða, fundaraðstaða, þjónusta o.fl.
  • Einfaldari rekstur
  • Aukinn sýnileiki á vörum og framleiðendum
  • Fjölbreyttir viðburðir og sölutækifæri
  • Tengslanet og samfélag matvælaunnenda
Af hverju ætti ég að byrja í Eldstæðinu frekar en eigin húsnæði?

Að stofna og reka fyrirtæki í matvælaframleiðslu getur verið mjög kostnaðarsamt. Það eru ýmis atriði sem þarf að huga að á borð við:

  • Startkostnaður við standsetningu á húsnæði
  • Skuldbinding í húsaleigu eða húsnæðiskaup
  • Kaup á tækjum og áhöldum ásamt viðeigandi viðhaldi
  • Öryggis- og brunavarnir
  • Hiti
  • Rafmagn
  • Meindýravarnir
  • Ræsting
  • Sorphirða
  • Ýmislegt fleira sem getur komið upp
Ég þarf ekki lager pláss, get ég bókað staka tíma/skipti og sparað mér pening?

Já, það er ekkert mál að bóka staka tíma eða stök skipti og fá eingöngu aðgang að vinnslurýminu. Hafðu samband og við finnum lausn sem hentar þinni starfsemi.

Ég er með hugmynd en veit ekki hvar ég á að byrja, getið þið aðstoðað mig?

Alveg sjálfsagt, við höfum verið í sömu sporum og getum leiðbeint þér með næstu skref. Sendu okkur línu á info@eldstaedid.is.is eða hringdu í síma 776 7007

Get ég komið með eigin tæki ef það er ekki á tækjalistanum?

Að koma með eigin tækjabúnað er samkomulagsatriði hverju sinni. Endilega heyrðu í okkur með það sem þú ert með í huga.

Bjóðið þið einhverja aðra þjónustu og rekstrartengda aðstoð?

Já, eldstæðið er með fjölbreyttan hóp af þjónustuaðilum sem geta meðal annars aðstoðað þig með eftirfarandi:

  • Bókhaldsumsjón
  • Rekstrarráðgjöf
  • Ráðgjöf með innihaldslýsingar, vörumerkingar, gæðahandbók ofl.
  • Markaðs- og kynningarmál
Ég er með matartengt námskeið, get ég haldið það í Eldstæðinu?
Já, við bjóðum sannarlega upp á ýmsar lausnir er varða námskeið tengd mat. Hafðu samband á info@eldstaedid.is.is og við finnum lausn sem hentar.
Hver er munurinn á Eldstæðinu og öðrum eldhúsum eins og tilraunaeldhúsum / vinnusmiðjum sem má finna víðsvegar?

Einn stærsti munurinn er að Eldstæðið býður upp á þrjár vinnustöðvar þar sem allt að þrír framleiðendur geta starfað hverju sinni.

Eldstæðið býður einnig upp á kæli- og þurrlager ásamt skrifstofu aðstöðu og ýmissi rekstrarráðgjöf og þjónustu.

Hvað þarf ég að hafa til að fá starfsleyfi?

Öll matvælafyrirtæki þurfa að vera með gæðahandbók ásamt innihaldslýsingum og næringargildi fyrir vörurnar sem á að framleiða.

Inntökunámskeið Eldstæðisins fer yfir þessar upplýsingar en MAST hefur að geyma allar nauðsynlegar upplýsingar varðandi matvælaframleiðslu, sjá hér.

Hvað kostar að byrja?

Inntökunámskeið Eldstæðisins (sjá gjaldskrá)
Starfsleyfi hjá Heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar, Kópavogs og Garðabæjar er innheimt samkvæmt gjaldskrá sem uppfærð er árlega. Leyfið kostar 38.000 kr árið 2022 fyrir þá sem fá starfsleyfi hjá Eldstæðinu. Árlegt eftirlitsgjald er 46.000 kr fyrir árið 2022 og greiðist árlega eftir fyrsta árið með gjalddaga 1.mars og eindaga 1.apríl ár hvert (óháð útgáfudegi leyfis).
Leigukostnaður fer eftir hversu margar klst er verið að leigja í hverjum mánuði ásamt lagerplássi.

Einstaklingar geta hafið rekstur á eigin kennitölu og fengið virðisaukanúmer á eigin kennitölu. Þá er stofnkostnaður “fyrirtækis” enginn annar en ofangreindir liðir.

Að stofna fyrirtæki fer eftir gjaldskrá RSK sem má finna hér.

Ekki hika við að senda okkur línu á info@eldstaedid.is ef þú ert með matarhugmynd og við leiðbeinum þér með næstu skref.